Canvas

Canvas er námsumsjónarkerfi Háskóla Íslands. Öll námskeið sem kennd eru við skólann eignast námskeiðsvef í Canvas.


Upplýsingavefur Canvas
Vefurinn canvas.hi.is er upplýsingaveita Háskóla Íslands vegna Canvas. Þar er m.a. hægt að kynna sér innleiðingu kerfisins, fræðslu í boði og fleira.


Grunnnámskeið í Canvas
Grunnþjálfun í notkun Canvas er aðgengileg kennurum sem netnámskeið. Þar getur kennari kynnt sér efnið eftir þörfum og á eign hraða: Grunnnámskeið í Canvas.


Canvas-leiðbeiningar kennara
Í leiðbeiningum kennara um Canvas má finna upplýsingar um notkun hinna ýmsu verkfæra námskeiðsvefs s.s. uppsetningu verkefnis, vægi, námsmat, einkunnabók, upptökur, fjarfundi í námskeiði og ýmislegt fleira.: Kennarar - Leiðbeiningar.


Námskeið og vinnustofur
Kennslusvið sendir reglulega út tölvupósta, til kennara, þar sem námskeið og vinnustofur í Canvas eru auglýstar. Einnig er hægt að fylgjast með framboði námskeiða á canvas.hi.is.


Spurningar og svör um Canvas
Algengar spurningar kennara ásamt svörum er að finna á canvas.hi.is.


Aðstoð og ráðgjöf
Fyrirspurnir og ábendingar eða beiðni um aðstoð vegna Canvas skal senda í gegnum  Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs eða í netfangið help@hi.is. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis í síma 525 4222.
Starfsfólk Kennslusviðs og Upplýsingatæknisviðs veitir aðstoð vegna Canvas.


Amalía Björnsdóttir prófessor í aðferðafræði er með myndbönd á Youtube m.a. um Canvas.


Háskólinn á Akureyri er með leiðbeiningar fyrir Canvas á vefslóðinni:  https://wiki.unak.is/display/VIS/Canvas