Reglur í námskeiði

Við höfum oft óljósar hugmyndir um hvernig við viljum að nám fari fram í námskeiðum okkar. Við höfum e.t.v. ekki gert okkur þær fyllilega ljósar fyrr en einhver brýtur þær. Það er góð leið að setjast niður og reyna að átta sig á því hvort að einhverjar reglur gildi í námskeiðinu. Vil ég t.a.m. benda nemendum á hver ábyrgð þeirra er, hvað þátttaka í námskeiðum þýðir, hvaða reglur gilda um sein skil (ef þau eru þá yfirleitt leyfð) og reglur um samskipti svo að fátt eitt sé nefnt.

Það er ágæt leið að ræða þetta við nemendur í upphafi námskeiða. Við getum jafnvel fengið þá í lið með okkur til að svara spurningum eins og „Viljum við setja reglur um tölvunotkun?“ Það getur verið gott fyrir nemendahópinn í heild að ræða þetta og átta sig á því að tölvunotkun getur truflað samnemendur þeirra ekki síður en kennarann.

Það er einnig mikilvægt að kynna námsumsjónakerfi og upplýsingatækni í kennslunni fyrir nýjum  nemendum. Hvort námskeiðsvefur er á Uglu eða í Moodle, hvaða möguleikar eru, benda á upplýsingar um notkun vefjanna og kynna e.t.v. helstu upplýsingatækni sem notuð er í námskeiðinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *