Lesefni í námskeiði

Það er skemmtilegt og gagnlegt að velta  því fyrir sér hvers vegna maður valdi kennslubók námskeiðsins en ekki aðra, þetta lesefni – greinar, netsíður og vídeó – margmiðlunarefni. Það er mjög gagnlegt fyrir nemendur að vita hvers vegna kennarinn valdi námsefnið og því gott að segja þeim af því strax í fyrstu kennslustund. Það segir nemendum mikið um hvaða nálgun kennarinn hefur á efnið og hvernig honum finnst best að miðla því.

Máli skiptir að lesefni námskeið sé úr kjarna þess, þ.e. þess sem skiptir mestu máli í námskeiðinu og nemendur þurfa að geta gert grein fyrir í námsmati. Uppfæra þarf lesefnislista á milli ára og gæta að því að bæta ekki nýju efni við án þess að taka annað út eða hafa sem ítarefni. Gott er að ræða við nemendur um hvað aðal- og ýtarefni þýðir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *