Kennslusýn kennara

Nátengd reglum og stefnu námskeiðs er kennslusýn kennara eða starfskenning. Við könnumst líklega flest við að það hvað það gat tekið okkur langan tíma að finna út úr því hverjar áherslur kennara voru í eigin námi, „læra á kennarann“, og oftast þurftum við að taka próf til að finna endanlega út úr því. Þetta er óþarfa vinna og óvissa og eðlilegt að segja nemendum af því hvers þeir megi ætlast til af okkur og við ætlumst til af þeim – það á ekki að vera leyndarmál. Kennslusýn er í senn fagleg og persónuleg, mótast af þekkingu kennarans og reynslu í starfi, en er einnig háð persónulegum einkennum og lífssýn. Við getum spurt okkur hvort það er eitthvað öðru fremur sem við leggjum áherslu á í kennslu eða hvort annar kennari myndi kenna námskeiðið öðruvísi?

Kennslumiðstöð hefur hvatt kennara á námskeiðum hjá sér að taka TPI-prófið, eða Teaching perspectives inquery (http://teachingperspectives.com/drupal – tengja sig þar UUI Kennslufraedi HI) til að sjá hvaða áherslur þeir hafa í kennslu. Kennarar hafa bæði gagn og gaman að þessu og prófið hjálpar þeim til að sjá nálgun sína í kennslu. Dæmi um áherslu í starfskenningu er „að styðja við þroska nemenda“, „vera leiðbeinandi“, „styðja við sjálfseflingu nemenda“, „miðla þekkingu“ og  „skapa umhverfi fyrir nemendur til að öðlast þekkingu og vaxa og þroskast inn á nýtt fræðasvið“.

Margir kennarar tengja kennslusýn sína við reglur og stefnu námskeiða sinna. Þannig biður Hulda Þórisdóttir dósent í Stjórnmálafræðideild nemendur sína í Aðhvarfsgreiningu um að hafa slökkt á farsímunum, minnka tölvunotkun og ef nemendur vilja nota tölvur að þeir sitji þá aftast til að trufla ekki samnemendur sína og kennara. Hún fer fram á gagnkvæma virðingu á tíma, þ.e. kennari mætir á réttum tíma og býst við þess sama af nemendum. Þetta ræðir hún við nemendur sína í fyrsta tíma og hefur það gefið góða raun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *