Hæfniviðmið

Hæfniviðmið mæla þá lágmarkshæfni sem nemendur þurfa að búa yfir til að geta lokið námskeiði. Mikilvægt er að kynna hæfniviðið (learning outcomes) námskeiða fyrir nemendum við upphaf námskeiðs og benda þeim á notkun þeirra. Hér ber að hafa í huga tengsl hæfniviðmiða, kennslu – verkefna, og námsmats. Hæfniviðmið ná yfir kjarna námskeiðs og nemendur sem ljúka námskeiðinu hafa náð kjarna þess. Hæfniviðmið eiga að vera skýr og mælanleg, þ.e. við getum gengið úr skugga um að nemendur búi yfir þeirri hæfni sem tilgreint er með námsmati af einhverju tagi. Þess vegna er mikilvægt að huga að sögnunum sem við notum til að lýsa þeirri hæfni sem náðst hefur.

Það eru góðar starfsvenjur að skoða hæfniviðmiðin af og til í gegnum námskeiðið og benda nemendum á hvaða hæfni þeir eru að vinna að hverju sinni, t.d. með verkefnum, lestri og umræðum. Vel ígrunduð hæfniviðmið styðja við nám og kennslu og auðvelda nemendum og kennurum að skilja að aðalatriði og aukaatriði.

Markmið og námslýsing námskeiða eru önnur en hæfniviðmið og geta vel verið í sér kafla. Sumum hentar að nálgast námsefnið á þann hátt að telja upp hvað það er nákvæmlega sem nemendur fara í í námskeiðinu eða hvert almennt markmið þess er – það myndi þá falla undir sérmerktan kafla þar að lútandi.

Hér eru nánari upplýsingar um hæfniviðmið og gerð þeirra: https://kennslumidstod.hi.is/kennarar/nam-og-kennsla/skipulag/haefnividmid-laerdomsvidmid/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *