Vinnutímaviðmið fyrir nemendur

Mikilvægt er að reikna vinnuálag í námskeiðum og miða lesefni og verkefni við þá útreikninga. Baldur Sigurðsson dósent á Menntavísindasviði og Bolognasérfræðingur hefur skrifað grein um efnið í Netlu (Baldur Sigurðsson, 2011). Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um vinnuálag í námskeiðum samkvæmt Bologna á heimasíðu Kennslumiðstöðvar Give me time to think (Karjalainen, Alha og Jutila, 2006). Í upphafi námskeiðs er gott að kynna nemendum reglur um vinnuálag í námskeiðum samkvæmt Bolognastöðlum. Útskýra fyrir þeim að lesefni námskeiðs hafi verið reiknað út frá þeim ramma sem settur er og miðaður er við meðalnemanda.

Hvað vinnuálag varðar er mikilvægt fyrir nemendur og kennara að átta sig á því að að baki hverri einingu eru 25-30 klst. vinna, og er þá allt meðtalið, frá því að nemandinn kaupir bókina og til þess að hann hefur lokið námskeiðinu. Hér koma öll verkefni inn í, frímínútur, kennslustundir og stundir sem fara í heimanám, próf og próflestur.

Misseri í Háskóla Íslands eru 15-18 vikur og oft falla allt að 2 vikur aftan af vegna prófa og annars námsmats þar sem verkefnum er skilað áður en síðasti prófadagur rennur upp. Þetta þýðir a.m.k. tveir fullir vinnudagar á viku, eða 19-23 klst., fyrir 10 eininga námskeið ef við miðum við að misserin séu 13 vikur. Sé allt misserið nýtt (15-18 vikur) eru þetta 16,5-20 klst. á viku miðað við 15 vikur, eða 14-16,5 klst. á viku miðað við 18 vikna misseri. Það er því mikilvægt að byrja strax á vinnunni og skipuleggja þann tíma sem fara á í námið. Gott er að benda nemendum á að því seinna sem þeir hefja misserið því hlaðnari verða vikurnar undir lok þess. Skipulag er mikilvægt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *