Saga námskeiðs

Það er mikilvægt að ræða við nemendur um námskeið og kveikja áhuga þeirra strax í fyrstu kennslustund og skrifa það inn í kennsluáætlun. Veltum því aðeins fyrir okkur sjálf hvers vegna námskeiðið varð til? Af hverju er það mikilvægt? Hver eru tengsl þess við önnur námskeið? Hvert er gildi námskeiðsins og hugsun að baki þess? Hvers vegna byrjar námskeiðið þar sem það byrjar? Er það af því að það sem á eftir kemur byggir á hinu fyrra? Væri hægt að byrja á því sem er að gerast í dag í faginu og vinna sig út frá því? Þetta eru ekki síður mikilvægar spurningar fyrir okkur að gera okkur grein fyrir en nemendur.

Saga námskeiðsins og tengsl skipta ekki hvað minnstu máli í námsleiðinni sjálfri. Hvernig tengjast námskeiðin – hvar lærum við hvað? Það er hlutverk kennara að benda nemendum á þessi tengsl til að hjálpa þeim að fá yfirsýn og aðlagast faginu.

Rannsóknir sýna að það sem skiptir einna mestu máli í kennslu er að kennarar smiti áhuga sínum á námsefninu til nemenda (Parson, 2001; Carlisle og Phillips, 1984). Segi þeim hversu skemmtilegt það er, hvað þeir komi til með að fást við og hversu mikilvægt það er og hvers vegna. Einnig er gott að átta sig á því hvaða bakgrunn nemendur eru með og spyrja þá í fyrsta tíma að því og hvers þeir vænta af námskeiðinu.

Það er getur verið mikill styrkur fyrir námskeið að nemendur þess hafi sem víðastan grunn og ánægjulegt og árangursríkt fyrir kennara að byggja að einhverju leyti á þeim grunni. Nemendur læra jú með því að tengja við það sem fyrir er. Með því að virkja þennan grunn hjálpum við nemendum til að tengja betur og tileinka sér námið.Sa

Heimildir

Parson, M. (2001). Enthusiasm and Feedback: A Winning Combination!. PE Central. 1 Jan. 2001. Online. http://www.pecentral.org/climate/monicaparsonarticle.html

Carlisle, C. & Phillips, D. A. (1984). The effects of enthusiasm training on selected teacher and student behaviors in preservice physical education teachers. Journal of Teaching in Physical Education, 4, 64-75.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *