Kennsluáætlanir

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands hefur kannað hugi nemenda skólans til náms og kennslu í um helmingi deilda hans og á öllum fræðasviðum. Ein af sameiginlegum niðurstöðum þessara viðtala við nemendur er að þeir eru upptekið fólk sem ber ábyrgð á fjölskyldu, störfum og öðru líkt og aðrir háskólaborgarar og samfélagsþegnar. Hvers vegna byrja ég greinina á því að ræða þetta – jú, til að undirstrika hversu mikilvægt það er fyrir nemendur líkt og okkur sjálf, að geta skipulagt sig fram í tímann og hafa um það sem mesta hugmynd hvernig vinna við nám þeirra verður.

Kennslumiðstöð sækir í smiðju námsmiðaðra fræða hvað kennsluáætlanir áhrærir og vilja sumir fræðimenn ganga alla leið og veita nemendum fulla hlutdeild í kennsluáætlunum, þ.e. að í sameiningu móti þeir og kennarinn þá áætlun sem farið er eftir (Weimer, 2002). Grunet O‘Brien, Millis og Cohen (2008) fara yfir það hvernig námsmiðuð kennsluáætlun getur litið út í bók sinni The Course Syllabus: A Learning-Centred Approach og er greinin að miklu leyti byggð á bók þeirra með stuðningi af öðru fræðafólki á sviðinu. Hér er leitað í smiðju þeirra og aðrir fræðimenn fengnir til stuðning þar sem þurfa þykir.

Grunet O‘Brien, Millis og Cohen leggja áherslu á að mikilvægt sé fyrir nemendur að vita hvaða hæfni þeir eigi að búa yfir að námskeiði loknu og hvernig þeir eigi að fara að því að ná þeim markmiðum. Þeir mæla með því að frekar sé um meiri en minni upplýsingar að ræða og benda á að þegar slíkar upplýsingar eru  miklar sé oft mikilvægt að hafa einfalt efnisyfirlit yfir kennsluáætlunina til að auðvelda nemendum að nálgast þær. Hér gildir því að hlutirnir komi nemendum ekki á óvart heldur viti þeir hvernig þeir eigi að ná þeim markmiðum sem upp eru sett – þeir þurfa engu síður að vinna að þeim.

Í námsmiðaðri leið að kennsluáætlunin er áherslan á námsferlið – að nám eigi sér stað og til þess þarf að huga vel að nemendum og styðja þá á allan hátt við að tileinka sér námsefnið. Það er engu að síður á ábyrgð nemenda að tileinka sér efnið – við getum einungis veitt þeim stuðning við það – það er okkar ábyrð.

Heimildir

Grunet O‘Brien, Millis og Cohen. (2008). The Course Syllabus: A learning-centred approach. Jossey-Bass.

Weimer, M. (2002). Learner-centered teaching: Five key changes to practice. Jossey-Bass.