Grunnupplýsingar í kennsluáætlun

Eðlilegar upplýsingar í upphafi kennsluáætlunar er heiti námskeiðs og númer, hvenær kennslustundir eru í námskeiðinu, stofu, misseri og ár. Upplýsingar um kennara þurfa einnig að fylgja og þó er það alltaf spurning hversu miklar upplýsingar kennarar vilja hafa. Hjálplegt er bæði fyrir nemendur og kennara að kennarar tengi heimasíður sínar við kennsluáætlun. Það er einföld leið til að ýta undir samþættingu rannsókna og kennslu, þ.e. að nemendur átti sig á rannsóknarsviði kennara (Healey, 2012). Kennarar eru með yfirlit yfir rannsóknir sínar í Uglu og margir nýta sér vefsvæðið www.academia.edu og eru þá tengdir við veröld víða. Misjafnt er hversu miklar upplýsingar kennurum finnst rétt að birta um stundakennara námskeiða og er það gert í samráði við viðkomandi stundakennara og fer yfirleitt eftir því hversu mikið stundakennarinn kemur að kennslunni.

Í kennsluáætlun er rétt að fram komi viðtalstímar kennara, hvernig nemendur eigi að hafa samband við kennara, þ.e. e-mail, símatími, samráðsfundir. Einnig er gott að vísa rafrænt í kort af háskólasvæðinu og merkja þar jafnvel inn hvar kennslan fer fram. Þetta nýtist nýjum nemendum vel því að þeir þekkja oftast ekki háskólasvæðið.

Í Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands er lögð áhersla á að kennsluáætlanir séu aðgengilegar sem fyrst til að nemendur geti skipulagt misserið, keypt sér bækur erlendis frá því það er oft ódýrara, eða gert ráðstafanir til að fá bækur á hljóðskrá (sjá nánar hér á heimasíðunni).

Heimildir

Healey, Mick. (2012). Integrating research and teaching to benefit student learning. Ljósrit vegna ráðstefnu við Háskóla Íslands um samþættingu náms og kennslu 3-4 maí 2012.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *