Turnitin í Háskóla Íslands

turnitin

Háskóli Íslands notar endurgjafa- og ritstuldarvarnaforritið Turnitin. Turnitin ber skjöl nemenda saman við textasöfn og skilar skýrslu um samsvar­anir. Skrifstofur deilda og kennarar sjá um verkefnaskil, annað hvort beint í Turnitin eða með Turnitin-verkefna­skilum í Moodle-námskeiðum. Miðað er við að nemendur geti skoðað verkefni sín meðan þdau eru í vinnslu og sjái skýrslur Turnitin, en aðeins lokaskil verkefna bætist við textasafn Turnitin.

Lokaverkefni ­ í varðveislusafninu Skemmu bætast með tímanum við vefsafn Turnitin.

Í Kennsluskrá Háskóla Íslands 2018-2019 á innri vef Háskóla Íslands Uglunni er fjallað um réttindi og skyldurnemenda. Brot á reglum og agaviðurlög.  Einungis aðgengilegt fyrir þá sem hafa aðgang að innri vef (Uglu) Háskóla Íslands.

Tölur um notkun Turnitin í Háskóla Íslands

turnitin submission