Turnitin á Íslandi

turnitin

Háskólar á Íslandi hófu samstarf árið 2012 varðandi innleiðingu á notkun Turnitin í skólunum og þá aðallega í formi ritstuldarvarna. Sigurður Jónsson hjá Háskóla Íslands leiddi samstarfið til desember 2016.

Frá desember 2016 til maí 2018 sá Hjalti R. Benediktsson umsjónarmaður kennslukerfa hjá Háskólanum á Bifröst um Turnitin fyrir háskólana.

Í mars 2017 gerði Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn (LBS-HSB), fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins, samning við Turnitin um landsaðgang Íslands að kerfinu í þrjú ár. Í tilefni af því kom Koos Kruithof frá Turnitin í Hollandi til landsins, fundaði með forsvarsmönnum og bauð upp á kynningu á kerfinu fyrir fulltrúa frá háskólunum og framhaldsskólunum.

Hilma Gunnarsdóttir (hilma [hja] landsbokasafn.is) bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá LBS-HSB hefur tekið að sér að leiða samstarf Turnitin á Íslandi. Umsjón með Turnitin-Ísland aðganginum hefur Sigurbjörg Jóhannesdóttir (sibba [hja] hi.is) kennslufræðingur háskólakennslu hjá Kennslumiðstöð – Kennslusviði Háskóla Íslands.

Sjá vefsíðu LBS-HSB um Turnitin á Íslandi

Í Turnitin-Íslands samstarfinu eru allir íslensku háskólarnir og meirihluti íslensku framhaldsskólanna, auk eins grunnskóla og eins  skóla utan formlega menntakerfisins. Allir íslensku háskólarnir eru virkir í notkun á Turnitin frá byrjun árs 2012. Nokkrir framhaldsskólar og einn grunnskóli hafa nýtt sér kerfið í gegnum séraðgang en í apríl 2018 þá fluttust þeir aðgangar inn í landsaðgang Íslands að Turnitin. Nokkrir framhaldsskólar byrjuðu að nota kerfið vorið 2018 en flestir áætla að byrja að nota það haustið 2018.

Í apríl 2018 eru sjö háskólar aðilar að Turnitin – Íslands landsaðganginum, 37 framhaldsskólar (ekki allir virkir), einn grunnskóli og einn sérskóli á framhaldsskóla- og háskólastigi.

Á mynd 1 má sjá fjölda skila inn í kerfi Turnitin frá byrjun árs 2012 hjá íslensku háskólunum.

Mynd 1. Súlurit sem sýnir fjölda verkefna sem nemendur í íslensku háskólunum hafa skilað á árunum 2012 til 2017.

 

sulurit tunitin