Panopto

Panopto – Sótt í gegnum Uglu. Upptökuforrit Háskóla Íslands sem tengist inn á geymsluserverinn https://rec.hi.is

Hentar vel til að taka upp fyrirlestra en einnig fyrir skjáupptökur og kynningar. Kennslumiðstöð sér ekki lengur um aðstoð við Panopto og er það í dag á ábyrgðarsviði upplýsingatæknisviðs. Hér eru þó helstu upplýsingar fyrir kennara:

Panopto er upptökukerfi Háskóla Íslands og það nota kennarar til að taka upp kennslustundir og kennsluefni. Einnig er hægt að nota það við að streyma útsendingar. Forritið er tiltölulega einfalt í notkun og hægt er að skoða upptökurnar í flestum vöfrum og snjalltækjum.

Panopto á að vera uppsett í öllum kennslustofum Háskóla Íslands en að auki geta kennarar sett það upp á sínar eigin tölvur og tekið upp heima.

Leiðbeiningar og aðstoð vegna Panopto (og Zoom) er í hjálparsíma 5550 eða í netfangi 5550 hjá hi.is (hér neðar á síðunni eru leiðbeiningahlekkir inn á helstu vandamál sem uppgeta komið í Panopto).

Ef þú getur ekki séð upptökur sem eru á Uglu eða Moodle – Háskóli Íslands er með tvö virk kennslukerfi í augnablikinu; 1) Kennsluhluta Uglu og 2) Námsumsjónarkerfið Moodle.

Vandamálið er að til að upptökurnar birtist inni í þessum tveimur kerfum þá þarf að setja þær inn á tölvuþjóna sem þjóna sitthvoru kerfinu. Það þýðir að þessi tvö kennslukerfi tengja í upptökur á sitthvorum tölvuþjóninum (Panopto server fyrir Uglu og Panopto server fyrir Moodle). Þetta þýðir að nemendur og kennarar sem eru að nota bæði kerfin geta lent í vandræðum með að sjá upptökurnar ef þeir eru ekki skráðir inn á réttan panopto tölvuþjón.

Hér er upptaka þar sem þetta vandamál er rætt og sýnt hvernig hægt er að skrá sig inn á annaðhvort Uglu Panopto eða Moodle Panopto. Vefslóðin til að breyta skráningunni er https://rec.hi.is og upptakan þar sem þetta er sýnt er á vefslóðinni https://youtu.be/UOvVgF9RB54

 

panopto leiðbeiningar

Hér er að finna leiðbeiningar um það helsta sem snýr að Panopto kerfinu:

Leiðbeiningarhlekkur frá Panopto.Com þar sem hægt er að finna ýmsar leiðbeiningar á ensku.