UIcelandX

UIcelandX er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og edX um gerð og rekstur opinna netnámskeiða. Með verkefninu er ætlunin að auka notkun upplýsingatækni í háskólakennslu og styðja þróun nýrra kennsluhátta til að takast á við áskoranir 21. aldar. UIcelandX er nafn Háskóla Íslands í edX kerfinu.

Opin netnámskeið UIcelandX eru alþjóðleg námskeið þróuð og kennd af aðilum úr fræðasamfélagi Háskóla Íslands. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum og nýtast háskólanemum sem vilja bæta við sitt nám, sem og fróðleiksfúsum almenningi. Fyrsta námskeið Háskóla Íslands var Miðaldasaga.

Hér er kynningarmynd af fyrsta námskeiði Háskóla Íslands

Miðaldasaga