Rafrænt nám

hljodklefi
Rafrænt nám

Upplýsingatækni er eðlilegur hluti náms og kennslu og ber að líta á sem slíka en ekki sem viðbót við það sem þegar er gert, enn eitt lagið, „box til að tikka í“. Þannig nýtist upplýsingatækni t.d. við að auka þátttöku nemenda í náminu, halda þeim við efnið, til að deila hugmyndum og efni, til prófatöku, sem upptökur, í vendikennslu, til dýpkunar á skilningi nemenda á námsefninu og til að styðja við tileinkun nemenda í námi, svo fátt eitt sé nefnt. Kennarar nota Ugluna eða Moodle til miðlunar námsefnis, til að senda nemendum tilkynningar og jafnvel til að stjórna umræðum. Auk þess eru fyrirlestrar teknir upp, fjarfundir haldnir, rafræn próf lögð fyrir, vefleiðangrar hannaðir o.fl.

 

Lesa meira

Upptökur

Eftirfarandi er gott að hafa í huga ef nota á upptökur við kennslu: 

  • Skipuleggja uppbyggingu myndskeiðsins/upptökunnar
  • Hugsa ferlið frá upphafi til enda
  • Setja sig í spor áhorfandans
Lesa meira

Vendikennsla

Vendikennsla (e. flipped classroom) er  kennsluaðferð þar sem hinni klassísku kennsluaðferð þar sem kennarinn heldur fyrirlestur er snúið við þannig að nemendur skoða fyrirlesturinn heima og mæta í tíma til að vinna að verkefnum og komast dýpra í efnið.

Lesa meira

EDX - MOOC

Nýjasta viðbótin við námskeið Háskóla Íslands eru MOOC námskeið hjá edX en Mooc stendur fyrir „Massive open online course“.

Lesa meira