Meginmarkmið Kennslumiðstöðvar er að stuðla að þróun kennsluhátta við Háskóla Íslands. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að veita kennurum Háskólans faglega aðstoð við þróun kennsluhátta. Auk almennrar ráðgjafar og þróunarstarfa er lögð áhersla á símenntunarnámskeið fyrir kennara á sviði upplýsingatækni og kennslufræði.