Hérna er farið í það í nokkrum myndböndum hvernig við getum tekið upp einfalda fyrirlestra án þess að vera endilega með bestu aðstæður eða tæki. Athugið að ef þið eruð með tölvu sem er tilbúin í upptöku og Panopto er uppsett á tölvunni ykkar þá getið þið farið beint í upptöku númer 4.
Spurt og svarað
Hérna er upptaka sem fer yfir öll helstu atriði í Panopot. Hér er farið í það hvernig við tökum upp, færum milli námskeiða og deilum ásamt mörgu öðru. Grettir Sigurjónsson hjá UTS tók upp en hann hefur kennt þetta efni í vefkennslu.
1. Hér er rætt um þann búnað sem getur verið gott að hafa þegar fyrirlestrar eru teknir upp í heimahúsum eða á skrifstofum.
2. Hér er farið í það hvernig námskeið er gert klárt til að taka á móti fyrirlestrum sem teknir eru upp með Panopto.
3. Hér er farið í það hvernig Panopto forritið er sett upp.
Heimasíða Panopto HÍ https://rec.hi.is
4. Almenn upptaka með Panopto forritinu.
5. Upptökuskrá eins og úr Zoom sett inn í námskeið.
6. Deila upptöku eins og með tölvupósti. Virkar en eifaldari leið er sýnd í myndbandinu frá UTS efst á síðunni.
7. Upptaka færð á milli námskeiða. Virkar en eifaldari leið er sýnd í myndbandinu frá UTS efst á síðunni.