Efni útgefið af Kennslumiðstöð

Tímarit Kennslumiðstöðvar

Kennslumiðstöð hefur gefið út tímarit um háskólakennslu frá árinu 2005. Yfirleitt hefur komið út eitt tímarit á ári en þó hefur komið fyrir að fallið hefur út ár.

Árið 2019 var tekin sú ákvörðun að auk þess að gefa tímaritið út í prentuðu formi þá kæmi það einnig út á rafrænu formi:  Tk.is

Forsíða Tímarits Kennslumiðstöðvar Háskóla íslands árið 2019, 7. árgang, 1. tölublaðs

Handbækur fyrir kennara

Kennslumiðstöð hefur gefið út handbækur fyrir kennara og aðstoðarkennara. Þessar handbækur eru uppfærðar annað hvert ár og í þeim kemur fram allt það helsta sem kennarar HÍ þurfa að kunna skila á. Bækurnar eru á íslensku og ensku. Hægt er að finna þær á Issue undir efni Kennslumiðstöðvar og á padlet: https://padlet.com/kennslumidstod/handbok

 

Árbók Kennslumiðstöðvar

Kennslumiðstöð gefur einnig út árbækur á hverju ári. Þar er stiklað á stóru yfir helstu verk Kennslumiðstöðvar hvert ár. Árbækurnar eru á Issue og einnig á Padlet: https://padlet.com/kennslumidstod/arbaekur