Vefmálstofur (e. webinar)

Ein aðferð við að halda stutt námskeið eða fundi er að halda vefmálsstofu eða webinar. Þetta er málstofa haldin á rauntíma í gegnum vefinn. Einn eða tveir aðilar stýra málstofunni og flytja ákveðið efni. Þeir sem mæta geta spurt spurninga sem reynt er að svara jafnóðum eða eftir að búið er að fara yfir efnið sem fara átti yfir. Hægt er að sýna myndir eða skjöl á skjánum, sýna myndband og margt fleira. Þetta er ágæt leið til að ná til margra sem eiga erfitt með að komast á einhvern einn ákveðinn stað.

Kennslumiðstöð ráðleggur kennurum sem vilja nota þetta form að vera tveir sem sjá um málstofuna. Ástæðan er sú að erfitt getur verið að fylgjast með fyrirspurnum og svara ef aðeins er einn sem sér um hana.