Socrative

Socrative.com er kennslustofa á netinu þar sem kennari getur lagt spurningar og kannanir fyrir nemendur og þeir tekið þátt í þeim með því að skrá sig inn í kennslustofuna og svara í tölvu eða síma. Kosturinn við Socrative er að þar má á einfaldan hátt kanna hug nemenda og getu sama hversu stór nemendahópurinn er.

Kennari útbýr aðgang á Socrative og fær úthlutað kennslustofu sem nemendur geta skráð sig inn í. Kennari fær yfirlit yfir svör nemenda og getur unnið út frá þeim í kennslu sinni. Kennslumiðstöð hefur útbúið padlet með upplýsingum um Socrative, leiðbeiningar og reynslusögur. Socrative.com er ókeypis.

Hér er að finna padlet með ýmsum leiðbeiningum og upplýsingum fyrir Socrative: Verkfæri í kennslu