edX – MOOC

edx

Til vinstri er hægt að velja undirflokka fyrir flokkinn "edx - MOOC". Ef um er að ræða tengil með tákn sem vísar annað hvort upp eða niður ættu að vera fleiri flokkar þar undir.

Nýjasta viðbótin við námskeið Háskóla Íslands eru MOOC námskeið hjá edX en Mooc stendur fyrir „Massive open online course“ er eitt af stóru nöfnunum í framleiðslu MOOC námskeiða og gilda mjög strangar reglur um þá sem þar fá að taka þátt. Háskóli Íslands fékk tilboð um að vera með í þeim hópi og fyrsta sex vikna námskeiðið var kennt í mars – apríl 2018.

Einföld skilgreining á MOOC gæti verið að þetta er ákveðin framsetning á námsefni á netinu. Námskeiðin eru opin öllum og engar fjöldatakmarkanir. Vinsæl námskeið geta því verið mjög fjölmenn, allt upp í nokkra tugi þúsunda sem sækja það.