Hér er gerð grein fyrir útfærslumöguleikum við gerð skriflegra prófa. Fyrst er stutt umfjöllun um stöðu skriflegra prófa (mælinga) sem þáttar í almennu námsmati á háskólastigi. Færð eru rök fyrir mikilvægi skriflegra prófa meðfram öðru námsmati, bent á sérstöðu þeirra og styrkleika og greinarmunur gerður á kunnáttuprófum (e. achievement tests) og hæfileikaprófum (e. aptitude tests). Loks er stuttlega fjallað um áreiðanleika og réttmæti við gerð prófa með hliðsjón af hæfni og hæfniviðmiðum.

Þar á eftir er meginkaflinn Prófatriði sem fjallar um mismunandi gerðir prófverkefna, annars vegar verkefna sem krefjast hlutlægs mats og hins vegar verkefna sem krefjast huglægs mats.

Loks er stuttur kafli um tæknileg atriði og annað sem gagnast við gerð prófa.

 

Höfundur

Meyvant Þórólfsson. (2018). Skrifleg próf á vef Kennslumiðstöðvar HÍ.

 

Heimildir

Bloom, B. S. (1956). Taxonomy of educational objectives: The classification of educational goals. Handbook 1. Cognitive domain. New York: McKay.

Burton, S. J., Sudweeks, R. R., Merrill, B. W. og Wood, B. (1991). How to prepare better multiple-choice test items: Guidelines for university faculty. Brigham Young University Testing Services and The Department of Instructional Science. https://testing.byu.edu/handbooks/betteritems.pdf.

Gronlund, N. E. og Waugh, C. K. (2009). Assessment of student achievement. New Jersey: Pearson.

Hager, P. og Butler, J. (1996/2006). Two models of educational assessment. Assessment & Evaluation in Higher Education (21) 4, 367–378. Greinin birtist á prenti 1996 en á Netinu 2006: https://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/0260293960210407

Linn, R. L. & Miller, M. D. (2005). Measurement and assessment in teaching. Michigan: Pearson Prentice Hall.

McMillan, J. H. (2008). Educational research: Fundamentals for the consumer. Boston: Pearson.

Menntamálastofnun. (2015). Helstu niðurstöður PISA 2015: Helstu niðurstöður PISA 2015: Bráðabirgðaskýrsla. Reykjavík: Höfundur. Á Netinu: https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2015_island.pdf.