Viðurkenningar fyrir kennslu

Háskóli Íslands veitir hvert háskólaár að jafnaði þremur starfsmönnum viðurkenningar fyrir lofsverðan árangur í starfi. Forsendur viðurkenningar eru ágæti í kennslu, rannsóknum, stjórnun eða í öðrum störfum í þágu Háskólans.

Háskólaráð skipar tvo menn í valnefnd, annan úr hópi fyrrverandi fastráðinna kennara Háskólans og hinn úr hópi fyrrverandi nemenda, sem ásamt aðstoðarrektor velja úr tilnefningum og ákveða hverjir hljóta hina árlegu viðurkenningu. Skal nefndin skipuð til þriggja ára í senn og er aðstoðarrektor formaður hennar. Sérstök greinargerð valnefndar skal fylgja viðurkenningunni. Hér til hliðar er listi yfir kennara sem hlotið hafa viðurkenningu fyrir góðan árangur í kennslu.

Styrkir

Kennarar geta sótt um ýmsa styrki til að efla sína kennslu og einnig til að sækja ráðstefnur. Hér til hliðar má sjá hvert er hægt að leita og í hvaða formi styrkirnir koma.