Sjálfsmat deilda

Þjónusta Kennslumiðstöðvar vegna sjálfsmats deilda

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður deildum sem fara í gæðamatsúttektir upp á aðstoð við að hlusta eftir röddum nemenda. Ferli matsins er eftirfarandi: Á samráðsfundi deildar og Kennslumiðstöðvar er farið yfir það hvað það er öðru fremur sem deildir vilja hlusta eftir hjá nemendum sínum. Skoðuð eru fyrirliggjandi gögn, t.a.m. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir HÍ og kennslustefna deildar eða fræðasviðs. Þá eru aðferðir til gagnaöflunar ræddar þ.e. hentar að hafa rýnihópa, fulltrúa nemendahópa, matshringi þar sem farið er inn í námskeið og ákveðnar spurningar ræddar í nemendahópum, heimskaffi (world café) þar sem nemendur ræða saman í hópum eða viðtöl. Farið er yfir kostnað við matið og hlutverk deildar sem er m.a. að fá nemendur til að taka þátt í könnuninni.

 

Styrkir

Kennarar geta sótt um ýmsa styrki til að efla sína kennslu og einnig til að sækja ráðstefnur. Hér til hliðar má sjá hvert er hægt að leita og í hvaða formi styrkirnir koma.