Upptökur í kennslu

Eftirfarandi er gott að hafa í huga ef nota á upptökur við kennslu: 

  • Skipuleggja uppbyggingu myndskeiðsins/upptökunnar
  • Hugsa ferlið frá upphafi til enda
  • Setja sig í spor áhorfandans
  • Varast hikorð – það getur verið erfitt að klippa þau út
  • Nota heyrnartól með áföstum hljóðnema
  • Gera stuttar upptökur 5-10 mín.
  • Taka reglulega til og eyða út ónothæfum upptökum

Nokkur upptökuforrit

hljodklefi

Panopto – Sótt í gegnum Uglu. Upptökuforrit Háskóla Íslands sem tengist inn á geymsluserverinn https://rec.hi.is Hentar vel til að taka upp fyrirlestra en einnig fyrir skjáupptökur og kynningar.

Camtasia – Er alhliða upptökuforrit frá Techsmith. Með þessu forriti er hægt að vinna upptökur mjög fagmannlega. Það er uppsett í hljóðklefum Kennslumiðstöðvar í Setbergi, á Menntavísindasviði, í Odda og á Neshaga.

JingfráTechsmith– (ókeypis) https://www.techsmith.com/jing.html
Ókeypis skjáupptökuforrit bæði fyrir myndir og myndskeið (hámkark 5 mín.), auðvelt að deila, hlaða niður eða afrita. Það þarf að stofna Techsmith notandaaðgang, stofna Screencast.com notandaaðgang (2 GB geymsla fyrir myndir og myndskeið), notandinn er leiddur í gegnum það ferli. Með þessu forriti er mjög auðvelt að deila myndum og myndskeiðum veflægt (færð vefslóð) – Prívat og örugg geymsla.

Screencast-O-Matic er ókeypis og er hámark lengd myndbands 15 mínútur: https://screencast-o-matic.com Í þessu forriti er hægt að gera einfaldar upptökur, snyrta þær til og setja á YouTube eða Facebook. Einnig er hægt að greiða fyrir forritið og þá bætast við margir möguleikar.

Screencastify https://www.screencastify.com/ er viðbót við Crome vafrann og þar er hægt að taka upp stutt (hámark 10 mín.) myndbönd með smá möguleikum á breytingum (edit), sjá kynningarmyndband frá þeim:

Ýmis fleiri forrit

Explain everything – https://explaineverything.com/
iMovie fyrir iPad og Mac tölvur – http://www.apple.com/imovie/
Ezvid – https://www.ezvid.com
Lightworks: https://www.lwks.com