Storyboard fyrir upptökur

Storyboard (söguborð) er notað þegar taka á upp kvikmyndir. Tilgangurinn er að átta sig á því hvernig sagan liggur og hvaða þrep þarf að taka til að vinnslan gangi sem best.

Þegar vanda á til verka varðandi upptökur getur verið mjög gagnlegt að setjast niður og búa til storyboard. Þetta á við þó um sé að ræða upptöku sem ekki telst stór í sniðum. Hvað á að koma fram í upptökunni og hvernig á að raða niður þannig að rennslið verði gott? Þetta er einnig mjög mikilvægt varðandi tímastjórnun upptökunnar þar sem hún mjög fljót að að fara langt út fyrir gefinn tíma ef ekki er hugað að ákveðnum atriðum strax í byrjun.

Hér er myndaband frá Lynda.com sem útskýrir á auðveldan hátt hvernig storyboard virkar og hvernig hægt er að gera það á auðveldan hátt: