Klippingar í Panopto

Panopto sem MP4 skrá

Hægt er að breyta Panopto upptökum og klippa og laga til í klippiforritum. Til þess að það sé hægt verður upptaka að vera gerð offline og velja þarf ákveðnar stillingar í Settings.

 1. Það þarf að passa vel að upptakan sem unnið er með sé tekin upp offline:Panopto offline
 1. Næst þarf að fara í Settings, velja þar Advanced settings, haka við Capture in MP4 format og velja síðan Save:

panopto save

Upptaka löguð (klippt) eftir að hún er tekin upp:

Ef þú ætlar laga Panopto upptöku (yfirleitt upptaka með vefmyndavél eða upptaka af skjá með hljóði) þá verður hún að hafa verið tekin upp offline samkvæmt leiðbeiningum hér að ofan og síðan gerir þú eftirfarandi:

 1. Finnur möppuna þar sem Panopto upptökurnar eru geymdar, sjálfvalið er C:\PanoptoRecorder en þú getur sett eins margar undirmöppur og þú vilt. Hver og ein þeirra inniheldur þá Panopto upptöku.

panopto mappa

 1. Til þess að finna undirmöppuna sem geymir upptökuna sem þú ætlar að laga til þá er best að bera saman dagsetninguna í Windows Explorer við Start Time dálkinn í Windows Recorder’s Recording Status hnappnum.

panopto möppur

 1. Opnaðu undirmöppuna og finndu MP4 skránna. Ef þetta er upptaka af skjá með hljóði þá eru þetta tvær skrár og enda þær báðar á .mp4 (þær eru ekki endilega hlið við hlið).

panopto mp4 skrar

[GUID].DV.localview.mp4 ← Þetta er hljóðskráin
[GUID].SCREEN.localview.mp4 ← þetta er efnið sem fram kemur á skjánum

Panopto skrar

 1. Opnaðu nú klippiforritið sem þú ætlar að nota og veldu báðar skrárnar sem þú ætlar að laga og gerðu. MIKILVÆGT: Ef þú ert að breyta myndbandi sem er með tvær eða fleiri skrár þá verður að passa að skrárnar séu allar jafnlangar og klippa þær á sama stað til þess að ekki skapist misræmi í upptökunni (t.d. ef þú ert að taka upp af skjá, myndavél og powerpoint á sama tíma).
 2. Á meðfylgjandi mynd er verið að nota CyberLink PowerDirector 13 en hægt er að nota ýmis forrit sem eru ókeypis eins og t.d. Windows Movie MakeriMoviefyrir Mac notendur og Lightworks en það er flóknasta forritið af þessum þremur og þar er talað um að einn megin gallinn sé hversu lengi fólk er að læra á forritið. Kennslumiðstöð er með Camtasia forritið í hljóðklefum þannig að einnig er hægt að panta klefann og klippa þar.
  Klippiforrit
 3. Þú getur unnið myndina eins og þér finnst best. Hægt er að vista skránna hvar sem er og undir hvaða nafni sem er. Eina sem þarf að passa er að vista á alltaf sem MP4.
 4. Á þessu stigi ertu tilbúin að „uplóda“ skránni þinni inn á Panopto. Farðu inn á Panopto síðuna/námskeiðið þitt og veldu fyrst Create og síðan Upload Video.
 5. Þegar þú dregur skránna inn á drop-area og byrjar hún um leið að „uplódast“:

panopto upload

 1. Þegar myndbandið þitt er tilbúið í „upload“ þá er algengast að fólk vilji setja það beint inn í Panopto upptökur. Til þess að gera það opnar þú „editorinn“ í Panopto með því að finna upptökuna þína í Panopto upptökusafninu og smellir á „edit“.

mynd8    10. Þetta opnar „editorinn“. Smelltu nú á hnappinn sem merktur er streams og neðst til vinstri veldu þar Add a video.

panopto streams

11. Veldu myndbandið sem þú varst að laga með því að smella á Browse og finna skránna. Ef þú varst að laga hljóðskránna þá smellir þú á Primary í Stream Type en Secondary ef þú varst að laga myndskránna. Smelltu síðan á OK til að gera  „upload“.

mynd10

12. Þegar þessu ferli lýkur mun Panopto klára að vinna með skránna þar til hún verður tilbúin og hægt að spila í hvaða forriti sem er. Ef þú þarft ekki lengur að nota upprunalega vídeóið þá getur þú eytt því eða merkt það sem unavailable í Panopto.