Leiðbeiningar fyrir kennara

Fræðsla um Panopto upptökur

Panopto – Sótt í gegnum Uglu. Upptökuforrit Háskóla Íslands sem tengist inn á geymsluserverinn https://rec.hi.is

Hentar vel til að taka upp fyrirlestra en einnig fyrir skjáupptökur og kynningar.

Upptaka um forritið Panopto og upptökuþjóninn Panopto. Grettir Sigurjónsson segir hér frá hvernig forritið er notað í upptöku og hvernig gengið er frá upptökum inn á upptökuþjóninn og tengt við námskeið. Upptökur hýstar í þinni möppu og fluttar yfir í námskeiðsmöppu.

Nokkrar stuttar upptökur um hvernig er hægt að taka upp fyrirlestra með Panopto. Rúnar Sigurðsson fjallar hérna um hvernig er hægt að taka upp fyrirlestra heima án þess að vera endilega með bestu aðstæður og tæki til þess. Hann fer yfir hvaða búnað er gott að hafa í slíkar upptökur. Hvernig námskeið er undirbúið til að taka við og birta fyrirlestra. Hvernig forritið Panopto er sett upp og fleira.

Leiðbeiningar á ensku frá Panopto þar sem hægt er að finna gott stuðningsefni.

Upplýsingatæknisvið þjónustar Panopto upptökuforritið og Panopto miðlunarþjóninn og hægt er að senda fyrirspurnir og beiðnir um aðstoð vegna forritsins í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs.

Kennarar geta fengið kennslu á forritið frá starfsmönnum á Kennslusviði og geta sent inn beiðni um slíka kennslu til Þjónustugáttar Upplýsingatæknisviðs.

Teiknuð portrait mynd af kennara, þe. táknmynd fyrur kennara

Spurt og svarað um Panopto