Panopto

Panopto er upptökuforrit og miðlunarþjónn, https://rec.hi.is, sem hýsir videoupptökur. Upptökunum er hægt að deila til nemenda í gegnum Canvas, Moodle og Uglu.

Með Panopto getur kennari tekið upp fyrirlestra og smærri skjáupptökur og kynningar. Panopto er einnig hægt að nota við að streyma útsendingar. Sjá Leiðbeiningar fyrir kennara

Forritið er tiltölulega einfalt í notkun og hægt er að skoða upptökurnar í flestum vöfrum og snjalltækjum.

Panopto upptökuforritið er uppsett á flestum tölvum í kennslustofum Háskóla Íslands. Kennarar sem eru með hi-netfang geta einnig náð í forritið, sett upp á eigin tölvu og tekið upp þar sem þeim hentar.

Panopto upptökuforritið og miðlunarþjónninn Panopto eru aðgengileg frá Canvas. Hægt er að taka fyrirlestur upp með Panopto forritinu inni í Canvas. Sjá leiðbeiningar.


Stundum lenda nemendur í vandræðum með að sjá upptökur úr Uglu, Moodle eða Canvas. Ástæðan er að þeir eru ekki skráðir rétt inn á miðlunarþjóninn Panopto sem hýsir upptökurnar. Þetta gerist gjarnan ef nemendur eru í námskeiðum sem eru að nota sitthvert námsumsjónarkerfið. Lesa meira.

Teiknuð portrait mynd af kennara, þe. táknmynd fyrur kennara

Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands þjónustar Panopto upptökuforritið og Panopto miðlunarþjóninn og hægt er að senda fyrirspurnir og beiðnir um aðstoð vegna forritsins og miðlunarþjónsins í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs eða síma 525 5550.

Ef kennarar lenda í vandræðum með Panopto í kennslustofum geta þeir hringt í hjálparsíma 525 5550, sem er hjá Upplýsingatæknisviði.

Kennarar geta fengið kennslu á forritið frá bæði starfsmönnum á Upplýsingatæknisviði og Kennslusviði og geta sent inn beiðni um slíka kennslu til Þjónustugáttar Upplýsingatæknisviðs, sent netpóst til kennslumidstod@hi.is eða hringt í Kennslumiðstöð í síma 525 4447.