Ef nemendur sjá ekki upptökur

Háskóli Íslands er vorið 2020 með þrjú kerfi sem halda utan um námskeiðin í skólanum. Þetta eru námsumsjónarkerfin Moodle, Canvas og kennsluvefur Uglu.

Upptökur eru hýstar og spilaðar frá tölvuþjóni frá Panopto. Panopto er forrit sem Háskóli Íslands notar fyrir upptökur fyrirlestra. Í samningi skólans við fyrirtækið sem á forritið er samningur um hýsingu upptakna á tölvuþjóni sem hefur sama heiti og forritið, þe. Panopto. Kennarar geta sett allar upptökur inn óháð því í hvaða forriti þær eru búnar til.

Mörgum finnst ruglingslegt að hafa sama heiti fyrir upptökuforritið Panopto og tölvuþjóninn Panopto.

Vandamálið með tölvuþjóninn Panopto er að hann er skiptur niður eftir kerfum, þe. við erum með Moodle hluta Panopto, Canvas hluta Panopto og Uglu hluta Panopto. Þetta virkar svolítið eins og möppur sem ákveðin námskeið fara inn í og upptökurnar þurfa því að fara inn í rétta möppu.

Þetta þýðir að það þarf líka að spila upptökurnar úr réttri möppu.

Hvernig þú breytir innskráningu frá námsumsjónarkerfunum

Sýnishorn af því hvernig innskráning virkar í Panopto