Upptökur á fyrirlestrum

Panopto

Panopto er upptökuforrit og miðlunarþjónn sem hýsir videoupptökur. Upptökunum er hægt að deila inni í Canvas, Moodle eða Uglu.

Lesa meira um Panopto og skoða leiðbeiningar


ZOOM

Hægt er að taka upp fyrirlestra með forritinu Zoom, sem er fjarfundaforrit. Auðvelt er að búa til fund fyrir einn mann og taka fyrirlesturinn upp, deila skjá, vafra eða powerpoint sem forritið tekur upp.

Fyrirlesarinn getur einnig verið í mynd ef að er vefmyndavél á tölvunni.

Sjá upptöku sem að Thomas Brorsen Smidt verkefnastjóri á Hugvísindasviði gerði um hvernig maður notar Zoom til að taka upp fyrirlestra með Zoom (með eða án glæra).

Sjá einnig upplýsinga- og leiðbeiningasíðu um ZOOM.


Canvas Studio

Prófunarhópur kennara í Canvas, sem nota umsjónarkerfið Canvas fyrir utanumhald námskeiða vorið 2020, geta notað Canvas Studio fyrir upptökur.


Camtasia

Camtasia er skemmtilegt upptökuforrit sem er meðal annars á tölvum í hljóðverunum í Setbergi. Það eru því margir kennarar búnir að kynnast þessu forriti. Kosturinn við það er að það býður upp á að klippa til og laga upptökuna, hægt er að setja inn hreyfingu, stækka, minnka, leggja áherslu á bendilinn þar sem músin er og fleira. Margir kennarar eru búnir að kaupa forritið til að þeir geti unnið með sínar upptökur á eigin tölvu. Ekki er búið að búa til kennsluefni fyrir þetta forrit en um að gera að kynna sér það. Hægt er að fá 30 daga tilraunaútgáfu og prófa það. Sjá vefsíðu TechSmith um Camtasia.


OBS Studio

OBS Studio er opinn hugbúnaður sem býður upp á virkilega góðar upptökur af skjá, úr forritum og vefmyndavél. Það býður einnig upp á að streyma upptöku beint. Forritið er ókeypis og keyrir á Windows, Mac og Linux.

Þetta forrit er á tölvunum í hljóðverunum sem kennarar hafa verið að nota fyrir upptökur í Setbergi. Það eru því margir kennarar búnir að prófa það og eru ánægðir með það. Einn kosturinn við það er að það býður upp á að hægt sé að nota góða myndavél og því hægt að ná virkilega góðum myndgæðum. Skoðið forritið og náið í það af vefsíðu OBS.

Spurt og svarað