Slack vinnusvæði

Slack er samfélagsmiðill sem býður upp á að kennari geti búið til vinnusvæði (e. workspace) fyrir námskeið.

Kennarinn getur á auðveldan hátt búið til rásir (e. channels) fyrir afmörkuð viðfangsefni og umræður. Hann getur einnig leyft nemendum að bæta við rásum.

Hægt er að hafa rásirnar opnar (e. public) þannig að allir sem eru skráðir inn á vinnusvæðið sjái þær eða lokaðar (e. private) þannig að bara þeir sem er boðið inn í rásirnar sjái þær. 

Þessi eiginleiki forritsins gefur teymum tækifæri til að búa til sérrásir fyrir hópa. Það þýðir að kennari getur stillt forritið þannig að allir nemendurnir sem eru á vinnusvæðinu geta búið til sínar eigin prívat-rásir og boðið afmörkuðum hópi inn á rásina, handpikkað hverjir eru með inni á rásinni.

Logo samfélagsmiðilsins Slack

Dæmi um hvað er hægt að nota Slack fyrir á námskeiði

  • Notað fyrir almennt spjall og fyrirspurnir um námskeið og annað efni tengt námskeiðinu.
  • Stofnaðar eru rásir fyrir afmörkuð umræðuefni. Nemendur geta bætt við rásum (passa að sé public) og þurfa svo að bæta okkur hinum inn á rásina (er smá handavinna).
  • Verkefnahópar nemenda geta búið til eigin einkarás til að nota fyrir samskipti og utanumhald fyrir ákveðið verkefni
  • Einkaskilaboð (í stað þess að nota email). Hægt að senda póst á einn aðila eða fleiri.
  • Deila skjölum, myndum og öðrum gögnum.

Hvað ókeypis aðgangurinn býður upp á

Ókeypis aðgangurinn býður upp á 10.000 skilaboð, 5 GB skjalageymslu og tengingu 10 appa við Slack. Hægt er að fá yfirlit yfir tölfræðinotkun á forritinu pr. vinnusvæði en vantar að geta kafað dýpra.

Setja Slack upp í tölvunni og í snjalltækinu

Best er að láta nemendur ná í Slack desktop forrit og setja upp í tölvunni sinni ásamt Slack smáforriti (e. app) í símann/spjaldtölvu. Þátttakendur í hópavinnu geta einnig nýtt sér vinnusvæðið okkar í Slack, búið til rás (e. channel) sem þeir merkja sem einkarás (e. private) og þá sjá bara þeir sem fá boð inn á hana, rásina.

Heimasíða Slack: https://slack.com/

Undir aðaltenglinum Resources er hægt að velja Download og þaðan hala niður forriti í tölvuna þína sem er þægilegra en að vinna með það í vafra. Þá er einnig hægt að ná í öpp bæði í iphone og Androit síma. Líklegt að sé líka til fyrir spjaldtölvur.

Tengja önnur forrit við Slack

Skjámynd úr Slack þar sem sést að hægt er að ná í lista yfir allskonar forrit og tengja inn í Slack

Slack býður upp á tengja ýmiss konar hugbúnað við, sbr. Trello, Asana, Google Drive, Zendesk, Jiram Hubspot, Translate, Kipwise, Github, Pocket og fleiri. Fjöldi hugbúnaðar sem hægt er að tengja við er takmarkaður í ókeypis notkun á Slack.

Dæmi frá námskeiðum um notkun Slack

Hér er dæmi um leiðbeiningar sem kennari í einu námskeiði útbjó fyrir nemendur sínar um hvernig þeir gætu komist inn á vinnusvæði námskeiðsins í Slack. Þarna er einnig talað um efnismiðaðar spjallrásir og einkaskilaboð.

Þessi upptaka gefur góða hugmynd um hvernig svona vinnusvæði lítur út og hvernig er hægt að nota það með nemendum.

Dæmi um rásir úr þremur námskeiðum í Háskóla Íslands

Rásirnar sem eru með # fyrir framan eru almennar og hafa allir aðgang að sem eru skráðir inn á vinnusvæði námskeiðsins í Slack.

Rásirnar sem eru með hengilás fyrir framan nafnið eru prívat rásir, sem þýðir að bara þeir sem fá sérstakt boð um að koma inn á rásina eru með.

Dæmi um rásir í Slack í einu námskeiði í Háskóla Íslands
Dæmi um rásir í Slack í einu námskeiði í Háskóla Íslands
Dæmi um rásir í Slack í einu námskeiði í Háskóla Íslands

Dæmi um tölfræði sem hægt er að sjá í ókeypis aðgangingum

Hér er hægt að sjá fjölda skilaboða sem eru í heildina á vinnusvæðinu, hvað mikið geymslupláss er búið að nota fyrir gögn og hversu mörg öpp hafa verið tengd inn á vinnurásina.

Tölfræði úr Slack, fjöldi skilaboða

Hér er hægt að sjá fjölda aktívra þátttakenda á vinnusvæðinu pr. viku. Fjölda þess sem póstar skilaboðum (bláa línan) og fjölda þeirra sem les skilaboðin (græna línan).

ApplicationFrameHost_2020-04-16_14-45-58

Hér er hægt að sjá fjölda aktívra þátttakenda á vinnusvæðinu pr. dag. Fjölda þess sem póstar skilaboðum (bláa línan) og fjölda þeirra sem les skilaboðin (græna línan).

ApplicationFrameHost_2020-04-16_14-45-44

Hér er hægt að sjá hversu margir lesa skilaboð eftir rásum. Fjólubláa línan eru rásirnar sem allir hafa aðgang að (hér 26%), svarta línan eru prívat rásir (hópverkefnin 52%) og rauða línan eru einkaskilaboð (sbr. email á einn eða fleiri 22%).

ApplicationFrameHost_2020-04-16_14-46-47

Hér er hægt að sjá hversu margir pósta skilaboð á tegundir rása. Fjólubláa línan eru rásirnar sem allir hafa aðgang að (hér 10%), svarta línan eru prívat rásir (hópverkefnin 65%) og rauða línan eru einkaskilaboð (sbr. email á einn eða fleiri 25%).

ApplicationFrameHost_2020-04-16_14-46-59