Til að skima texta notum við forritið Turnitin Feedback Studio.
Með Turnitin Feedback Studio er auðvelt að bera texta saman við áður útgefna texta, vefsíður og ritgerðir. Veita endurgjöf og meta verkefni. Kennarar geta notað matskvarða, skrifað athugasemdir og gefið bæði munnlega og skriflega umsögn. Forritið býður einnig upp á að nemendur geti metið verkefni hvers annars.
Nemendur í mörgum deildum í Háskóla Íslands skila lokaverkefnum í Turnitin skilahólf. Reglur deilda eru mismunandi og einnig staðsetning skilahólfa. Ef nemendur þurfa að fá vitneskju um fyrirkomulag skilanna og hvert þeir eiga að skila þurfa þeir að hafa samband við deildarskrifstofu eða umsjónarmann lokaverkefnis síns.
Turnitin er með góða hjálparsíðu fyrir Feedback Studio þar sem hægt er að fá leiðbeiningar um flest allt sem snýr að forritinu:
- Leiðbeiningar fyrir Feedback Studio, fyrir allar aðgangsleiðir
- Leiðbeiningar fyrir þá sem nota forritið í gegnum vefsvæði Turnitin.com
- Leiðbeiningar fyrir þá sem nota Feedback Studio á snjalltækjum með iOS
- Leiðbeiningar fyrir þá sem nota verkefnaskilahólfið Turnitin Assignment 2 í Moodle (viðbótin: Direct 2)
- Leiðbeiningar fyrir þá sem nota Moodle skilahólf og virkja Turnitin þar inni (viðbótin: Plagiarism plugin)
- Leiðbeiningar fyrir þá sem nota Feedback Studio í gegnum viðbótina Canvas external tool
- Leiðbeiningar fyrir þá sem nota Feedback Studio í gegnum viðbótina Canvas Plagiarism Framework
Umsjón með Turnitin Feedback Studio í Háskóla Íslands hefur Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sigurbjorg@hi.is, s: 525 4966.
Sigurbjörg veitir kennurum ráðgjöf og stuðning í notkun forritsins. Nemendur leita til deildarskrifstofa eða kennara eftir aðstoð.