Eyðufyllingar (stutt svör)

Í sumum tilfellum getur verið gott að spyrja beinna spurninga eða vísa til stuttra skilgreininga, sem krefjast stuttra svara. Slík prófatriði geta verið hlutlæg í eðli sínu, en þau geta líka vissulega verið huglæg í þeim skilningi að próftaka er gefið nokkurt frelsi við að orða svar sitt. Þessi atriði nefnum við stutt svör (short-answer items). Nokkur dæmi:

Dæmi A:

Hvað merkir hugtakið „frostmark“?

Dæmi B:

Epík er ein af höfuðgreinum bókmennta. Hvað merkir hugtakið „epík“?

Dæmi C:

Flokkast könguló sem skordýr? (Rökstutt svar)

Dæmi D:

Sum efni kallast „einangrarar“ og önnur „leiðarar“. Útskýrðu hugtakið „varmaleiðni“ í því ljósi.

Dæmi E:

Læknir ráðleggur sjúklingi með kvef af völdum veirusýkingar að taka það rólega og hvílast í stað þess að taka sýklalyf. Af hverju ráðleggur læknirinn ekki sýklalyf?