Pörunar- eða tengispurningar

Pörunarspurningar (matching exercises) hafa fremur takmarkað notkunargildi en geta þó nýst í sumum tilvikum eins og t.d. þegar meta á þekkingu á tilteknum atriðum sem tengjast innbyrðis: Orð/hugtök og skilgreiningar þeirra, tákn og hugtök þeim tengd, merkingar orða á mismunandi tungumálum, flokkun plantna og dýra, hluti og heiti þeirra.

Jafnan er gert ráð fyrir að atriðin í vinstri dálki séu færri en atriðin í hægri dálki. Atriðin í hægri dálki eru hugsuð sem möguleg svör við þeim sem eru í vinstri dálki, enda skrái nemandi viðeigandi bókstaf framan við orð eða orðasambönd í vinstri dálki. Raða í dálkana eftir stafrófs- eða tímaröð allt eftir því hvert samhengið er.

Dæmi 1. Í dálki 1 eru tilgreind nokkur rannsóknasnið sem fjallað hefur verið um í námskeiðinu. Tengdu saman við fullyrðingarnar í dálki 2 með því að setja viðeigandi bókstaf, aðeins einn, í hverja eyðu í dálki 1.

 

meyvant6

Dæmi 2: Í dálki A eru fullyrðingar um persónur sem komu við sögu er kristni var tekin upp á Íslandi. Í dálki B eru nöfn persóna sem komu við sögu. Tengdu saman með því að setja rétta bókstafi í svigana:

 

Dálkur A

(   ) Sá er lagðist undir feld til að hugsa

(   ) Lögsögumaður kristinna

(   ) Kristniboði Noregskonungs

(   ) Var heiðinn lögsögumaður

(   ) Var skírður af Þangbrandi

 

Dálkur B

A. Árni Magnússon

B. Hallur á Síðu

C. Hjalti Skeggjason

D. Snorri Sturluson

E. Þangbrandur

F. Þorgeir Ljósvetningagoði