Eyðufyllingar (innfyllingaratriði)

Eyðufylling (short answer/completion) er prófatriði þar sem nemandi svarar með einu orði orðasambandi, tölu, tákni o.s.frv. Annars vegar getur verið um að ræða beina spurningu sem nemandi svarar beint eða ófullkomna setningu sem nemandi þarf að ljúka. Nokkur dæmi:

Dæmi A (skilgreining á hugtökum):

Línur á veðurkorti sem tengja saman staði undir sama loftþrýstingi nefnast _____________ (jafnþrýstilínur)

Dæmi B (þekking á lögmálum):

Hitastig lofttegundar helst óbreytt en þrýstingur eykst. Hvað gerist þá með rúmmál lofttegundarinnar? ________________________ (það eykst)

Dæmi C (greining – flokkun):

Æxlun myglusveppa er dæmi um __________ æxlun (kynlausa)

Dæmi D (skilningur – beiting):

Næsta heil tala fyrir ofan k er _______________ (k+1)

Dæmi E (þekking og skilningur á samhengi. Dæmi um spurningu sem getur hvort sem er kallað á einfalt eða flókið svar):

Hvers vegna orti Egill Skallagrímsson kvæðið Sonatorrek? ________________(Stutta svarið: Vegna þess að tveir synir hans höfðu látist. Lengra svar: Skýra frá fyrirtætlunum hans um að svelta sig til bana og svo hvernig þær fyrirætlanir breyttust fyrir tilstuðlan Þórdísar dóttur hans).