Að búa til rétt – rangt spurningar

Rétt/rangt spurningar (S/Ó) eru oft notaðar til að meta hæfni nemenda til að skera úr um hvort fullyrðingar eru sannar eða ósannar. Stundum kjósa prófsemjendur að hafa svarmöguleikana „Sammála/Ósammála“ eða jafnvel „Staðreynd/Skoðun“. Heppilegt getur verið að hafa nokkrar slíkar spurningar saman í einu (cluster-type-true-false format) ef þær beinast að sama efninu eða þemanu. Dæmi um hæfni sem metin er í slíkum tilvikum eru til tæmis að flokka hluti eða fyrirbæri (já/nei), ákveða hvort tiltekin regla eða lögmál gildi í mismunandi samhengi, greina milli staðreynda og skoðana eða meta hvort tiltekin rök eiga við eða ekki (relevant or irrelevant).

Dæmigert S/Ó verkefni þar sem nokkur skyld atriði hanga saman:
Skoðaðu myndina vel. Hún sýnir tengsl milli tveggja breyta á jafnbilakvarða, frammistöðu í námi (y-ás) og prófkvíða (x-ás):

meyvant3

Leystu verkefnin sem fylgja með því að merkja hvort fullyrðingar eru sannar eða ósannar miðað við þær upplýsingar sem myndin sýnir.

meyvant2

Hér er dæmi um það þegar nemandi á að velja á milli tveggja af fjórum möguleikum: Sönn fullyrðing (S) – Ósönn fullyrðing (Ó) – Hið gagnstæða er satt (GS) – Hið gagnstæða er ósatt (GÓ). Fyrirmælin eru: Krossaðu við það sem á við í hverju tilviki:

Satt Ósatt Gagnstæða satt Gagnstæða ósatt
Öll tré eru plöntur * *
Allar örverur eru dýr * *
Allar áttfætlur eru köngulær * *
Engar köngulær eru skordýr * *