Verkefnaskilakerfi kennsluvefsins og einkunnabók

Í verkefnaskilakerfinu í kennsluvef Uglu getur kennari stofnað verkefni sem nemendur skila í gegnum kennsluvefinn. Hann getur skráð einkunn, sent skilaboð til nemanda (endurgjöf) og sent nemanda skrá til baka. Einkunnabókin reiknar út heildareinkunn út frá skráðu vægi verkefna.
Fyrir neðan eru tvö myndskeið sem útskýra það sama. Það neðra er styttri útgáfa og hentar þeim sem ekki þurfa meira.