Stundatöflu breytt út frá hópaskiptingu

Í kennsluvef Uglu er mögulegt að breyta stundatöflu miðað við hópaskiptingu í námskeiði.
Með því að skipta fyrst nemendum námskeiðs í hópa getur kennari breytt stundatöflu þannig að hún sýni hvaða hópur er skráður fyrir hvaða tíma. Stundataflan breytist um leið hjá nemendum og aðeins þeir nemendur sem eiga að mæta í tímann sjá hann í sinni stundatöflu.

Dæmi um notkun:
Kennari ætlar að vera með 2 dæmatímahópa í námskeiði.

 1. Hópar stofnaðir á kennsluvef námskeiðs
  Kennari opnar kennsluvef námskeiðs og fer í Notendur og Hópa (hægra megin undir Aðgerðir kennara). Þar smellir hann á aðgerðina Skipta í hópa, velur að skipta nemendum námskeiðins í tvo hópa, smellir á vista og Búa til alla hópa. Með þessari aðgerð er Ugla látin um að velja í hópana. Athugið að með því að velja Nýr hópur í stað Skipta í hópa er hægt að handvelja þá nemendur sem eiga að vera í hópi.
 2. Hópar skráðir á tíma
  Því næst er farið í Allar aðgerðir (hægra megin undir Aðgerðir kennara) og smellt á Stundatöflulista í reitnum Skipulag. Upp kemur listi áþekkur listanum hér fyrir neðan.
  Stundatöflu breytt út frá hópaskiptingu
  Ef kennari ákveður t.d. að nemendur í hópi 1 eigi mæta í tilteknum tíma en ekki allir í námskeiði, þá velur hann einfaldlega hóp 1 við þann tíma. Þar með breytist stundataflan fyrir alla í námskeiðinu. Þeir sem eiga að mæta sjá þetta í töflu hjá sér en ekki hinir.
  Stundatöflu breytt út frá hópaskiptingu
  Athugið! Kennari getur ekki breytt tíma eða stað bókunnar einungis hvaða hópur er skráður fyrir hvaða tíma.