Skjalageymsla námskeiðs

Kennslusíðu námskeiðs í Uglu fylgir skjalageymsla þar sem kennari getur vistað gögn á tölvutæku formi, búið til tengla í vefsíður, stofnað umræðuþræði og flokkað gögn í möppur. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan er sýnt hvernig mappa er búin til, skjal vistað, hvernig mörgum skrám/möppum er hlaðið inn í skjalageymsluna í einu og hvernig skrá er flutt á milli mappa á einfaldan hátt.