Sameining námskeiða

Mögulegt er að stofna hópa í Uglu og flytja yfir í Moodle. Þannig haldast fyrirfram ákveðin réttindi notenda. Þessar leiðbeiningar eru sérstaklega ætlaðar deildarskrifstofum og eru í tveimur hlutum, annars vegar að stofna hóp og hins vegar að flytja hóp yfir í Moodle.

Hópur stofnaður: 

  1. Veldu viðkomandi námskeið í Uglu og smelltu á Notendur og hópar undir Aðgerðir hægra megin á síðunni (nýr gluggi opnast).
  2. Í þessum glugga sést yfirlit yfir þá hópa sem þegar eru til staðar í námskeiðinu. Mögulegt er að stofna nýja hópa, sjálfvirkan hóp (flokkast í fjarnema, staðnema, ólokið eða úrskráðir) eða skipta nemendum í hópa (í stafrófsröð eða af handahófi). Einnig er hægt að eyða hópum. Tveir hópar eru sjálfgefnir (Kennarar og Nemendur) og eru skráðir annars vegar af viðkomandi deildarskrifstofu og hins vegar Nemendaskrá, ekki er hægt að breyta þeim.

Hópur fluttur yfir í Moodle: 

  1. Veldu viðkomandi námskeið í Uglu og smelltu á Stillingar undir Aðgerðir hægra megin á síðunni (nýr gluggi opnast).
  2. Smelltu á hnappinn Stilla hvernig hópar eru sendir yfir í Moodle (nýr gluggi opnast).
  3. Veldu það hlutverk, úr fellivalslistanum, sem notendur viðkomandi hóps eiga að hafa í Moodle, t.d. Aðstoðarfólk nemenda. Smelltu að lokum á græna hnappinn Vista breytingar. Við það birtist eftirfarandi setning á skjánum: Tókst að vista.