Nemendum skipt í hópa

Mögulegt er að skipta nemendum upp í hópa á kennsluvef Uglu. Kennari getur notfært sér hópana t.d. til að stjórna aðgangi að tilteknu efni í skjalageymslu námskeiðs og veitt þá t.d. einum hópi nemenda aðgang að tiltekinni möppu eða skjali. Einnig getur kennari sent tilkynningu á ákveðinn hóp nemenda sem hann hefur stofnað á kennsluvefnum.