Lokaeinkunn skráð í Uglu

Lokaeinkunnir námskeiða við HÍ eru skráðar í Uglu. Eftir að kennari hefur birt lokaeinkunnir í vefkerfi flokkast námskeið sem lokið í skráningarkerfi Uglu og kemur fram á lista yfir námskeið sem er lokið í námskeiðalista nemanda. Ef kennslukönnun er ekki lokið á þessum tímapunkti lokast sjálfkrafa fyrir hana.