Hópur fluttur í Moodle

Mögulegt er að stofna hópa í Uglu og flytja yfir í Moodle. Þau réttindi sem hóp eru gefin í Uglu flytjast jafnframt með yfir í Moodle.

Þessar leiðbeiningar eru sérstaklega ætlaðar starfsfólki deildarskrifstofum og eru í tveimur hlutum, annars vegar að stofna hóp í kennsluvefi námskeiðs og hins vegar að flytja hópinn yfir í Moodle.

Hópur stofnaður: 

 1. Opnið kennsluvef námskeiðs í Uglu og smellið á Notendur og hópar undir Aðgerðir hægra megin á síðunni. Upp kemur yfirlit yfir þá hópa sem þegar eru til staðar í námskeiði. Tveir hópar eru sjálfgefnir (kennarar og nemendur) og eru skráðir annars vegar af viðkomandi deildarskrifstofu og hins vegar af Nemendaskrá.
 2. Þrjár leiðir til að stofna hóp/hópa eru í boði:
  1. Nýr hópur - Hópur er stofnaður handvirkt og valdir í hann meðlimir.
  2. Búa til sjálfvirkan hóp - Hér undir eru nokkrir möguleikar í boði s.s. að búa til hóp með fjarnemum eingöngu o.fl.
  3. Skipta nemendum í hópa - Boðið er upp á að skipta nemendum sjálfvirkt í hópa af handahófi eða í stafrófsröð.

Hópur fluttur yfir í Moodle: 

 1. Á kennsluvef námskeiðs er farið í Stillingar  undir Aðgerðir kennara hægra megin.
 2. Smellið á hnappinn Stilla hvernig hópar eru sendir yfir í Moodle.
 3. Velið það hlutverk, úr fellivalslistanum, sem notendur viðkomandi hóps eiga að hafa í Moodle, t.d. Aðstoðarfólk nemenda. Smellið að lokum á Vista breytingar.