Kennsluvefur Uglu

Eitt af undirkerfum Uglu er kennsluvefurinn. Í honum eignast hvert og eitt námskeið Háskóla Íslands sinn eigin vef þar sem kennari getur sent nemendum tilkynningar, deilt efni, stofnað verkefni sem nemendur skila í gegnum vefinn, skráð einkunnir o.fl.

Starfsfólk Kennslumiðstöðvar aðstoðar kennara við notkun á kennsluvef Uglu. Hér fyrir neðan eru hlekkir í leiðbeiningar fyrir kennara um kennsluvef Uglu.