Námsumsjónarkerfið Canvas

Nú eru öll námskeið sem kennd verða á haustmisseri 2020 aðgengileg kennurum í Canvas. Til þess að fá aðgang að Canvas smella kennarar á námskeiðsheitið í Uglu og þá opnast kennsluvefur námskeiðsins í Canvas.

Grunnþjálfun í notkun Canvas er aðgengileg öllum kennurum sem netnámskeið:  https://haskoliislands.instructure.com/courses/348

Fræðsla og þjálfun í notkun Canvas hefur verið færð á netið á meðan heimsfaraldur Covid-19 gengur yfir.  Sjá upplýsingar á vefslóðinni: http://canvas.hi.is/canvas-a-timum-covid-19/.

Upplýsingatæknisvið og Kennslusvið þjónusta  og leiðbeina kennurum varðandi hvernig þeir nota námsumsjónarkerfið Canvas. Fyrirspurnir eða beiðni um aðstoð vegna Canvas skal senda í gegnum  Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs.


Þeir kennarar sem vilja nota tækifærið og endurskoða kennsluáætlun námskeiða sinna og skoða hvernig þeir geta endurhannað námskeiðin sín eru hvattir til að hafa samband við Kennslumiðstöð og eiga spjall við kennsluráðgjafa.

Hafðu endilega samband við Kennslumiðstöð í netfangið kennslumidstod@hi.is.