Verkefni í stað prófa

Kennurum getur þótt nauðsynlegt að taka á námsþáttum sem ekki gefst tími til að fjalla um augliti til auglitis við nemendur að þessu sinni. Hér eru nokkrar leiðir til að hjálpa nemendum við að ígrunda og vinna með námsefnið á annan hátt en í prófi. Þetta eru mismunandi og gagnreyndar leiðir sem ættu að höfða til margbreytilegs nemendahóps og auðvelda nemendum að fara á dýptina og tengja betur við námsefnið.