Ritgerðir
Það er rík hefð fyrir að nota ritgerðir í námsmati. Ritgerðir geta verið mismunandi að gerð og innihaldi.
Einföld uppsetning á ritgerð gæti verið:
- Inngangur
- Meginmál
- Samantekt
- Heimildir
Hefðbundin uppsetning akademískrar ritgerðar er:
- Inngangur
- Aðferð
- Niðurstöður
- Umræða
- Lokaorð
- Heimildir
Hentugast er að búa til verkefnaskilahólf í námsumsjónarkerfi námskeiðsins og mælt er með að nota matskvarða til að meta ritgerðina.
Leiðbeiningar fyrir nemendur
- Leiðbeiningavefur um ritun á háskólastigi
- Leiðbeiningavefur Ritvers Háskóla Íslands um hvernig eigi að vísa og vitna til heimilda, hvernig eigi að skrá niður heimildir, búa til heimildaskrá og fleira.
- About writing: A guide. The nuts and bolts of constructing sentences, conducting research, and building great written works! eftir Robert Jeffrey (2016)
- Ritverið er staðsett í StakkahlíðKennslubók um ritgerðasmíð eftir Eirík Rögnvaldsson og glærur og Þjóðarbókhlöðunni á 2. hæð (þe. aðalhæðinni þar sem þjónustuborðið er).
- Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur úti vefsvæðinu Málið.is þar sem eru upplýsingar um nokkur gagnasöfn um íslenskt mál sem geta nýst nemendum í verkefnavinnu og ritgerðarskrifum. Þarna er til dæmis Stafsetningarorðabókin, Íslensk nútímamálsorðabók og fleira.
- Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
- APA Style
- Leiðbeiningar Ritvers um APA
- Leiðbeiningavefur Ritvers um Chicago
- Snara.is Aðgangur að orðabókinni meðan að notendur eru á háskólanetinu (EDUROAM) eða með VPN tengingu við háskólann.
Rafræn verkfæri
Hægt er að nota ólík kerfi til að taka við ritgerðum. Mælt er með að láta ritgerðir alltaf fara inn í gagnagrunn Turnitin í Canvas og ritskima þær. Á þann hátt fæst einnig samsvörun við þær í framtíðinni.