Ritgerðir

Það er rík hefð fyrir að nota ritgerðir í námsmati. Ritgerðir geta verið mismunandi að gerð og innihaldi.

Einföld uppsetning á ritgerð gæti verið:

  • Inngangur
  • Meginmál
  • Samantekt
  • Heimildir

Hefðbundin uppsetning akademískrar ritgerðar er:

  • Inngangur
  • Aðferð
  • Niðurstöður
  • Umræða
  • Lokaorð
  • Heimildir

Hentugast er að búa til verkefnaskilahólf í námsumsjónarkerfi námskeiðsins og mælt er með að nota matskvarða til að meta ritgerðina.

Leiðbeiningar fyrir nemendur

Rafræn verkfæri

Hægt er að nota ólík kerfi til að taka við ritgerðum. Mælt er með að láta ritgerðir alltaf fara inn í gagnagrunn Turnitin í Canvas og ritskima þær. Á þann hátt fæst einnig samsvörun við þær í framtíðinni.