Hlutlæg prófatriði

Hlutlæg prófatriði:

  1. Fjölval (selection type items) þar sem velja þarf milli ólíkra möguleika. Dæmigert slíkt prófatriði er krossaspurning með tilheyrandi stofni og svarmöguleikum þar sem einn af nokkrum er réttur eða réttastur. Til þeirra teljast líka S/Ó-spurningar og pörunarverkefni.
  2. Eyðufyllingar (supply type items) krefjast stuttra svara. Þau geta þess vegna verið eitt til tvö orð, orðasambönd, tölur eða önnur tákn.
  3. Túlkunarverkefni (interpretive exercises) geta tekið á sig margvíslegar myndir. Megineinkenni þeirra að nemendum eru birtar upplýsingar í formi texta, skýringarmyndar, grafs, töflu o.s.frv. og þeir beðnir um að kynna sér og túlka. Svör nemenda geta síðan verið með ýmsum hætti, og krefjast því ýmist hlutlægs eða huglægs mats.