Að búa til próf

Efnið á þessari síðu (og undirsíðum er henni tengjast) er unnið upp úr efni Meyvants Þórólfssonar sem hann skrifaði árið 2018 fyrir vef Kennslumiðstöðvar.

Skrifleg próf eru mikilvægur þáttur í almennu námsmati á háskólastigi. Þau skiptast gróflega í tvennt, annarsvegar kunnáttupróf (achivement test) og hinsvegar hæfileikapróf (aptitude test).  Skrifleg próf hafa marga kosti fram yfir aðrar matsaðferðir og er ein stærsti kosturinn að þannig er hægt að meta margvíslega hæfni hjá stórum hópi nemeanda á frekar skömmum tíma, án mikillar fyrirhafnar eða tilkostnaðar. Þó ber að hafa í huga að aldrei verður hægt að meta alla hæfni nemandans með því að nota eingöngu skriflegt próf.

Algengast er að nota kunnáttupróf í háskólanámi frekar en nota hæfileikapróf. Tilgangurinn er þá að meta þekkingu, kunnáttu og færni sem nemandi á að hafa náð í skildgreinu námi á skilgreindum tíma (námskeiði). Ef tilgangurinn er hinsvegar að meta almenna, vitsmunalega hæfni til að spá fyrir um síðara námsgengi oftast betra að nota hæfileikapróf. Mururinn milli þessa prófategunda er aðallega að kunnáttuprófin mæla hvort nemandi hafi náð að tileinka sér ákveðna hæfni eða þekkingu sem kennd var á námskeiðinu og tengjast hæfniviðmiðum á meðan hæfileikaprófin mæla meta almenna færni til náms.

Við gerð prófa er mikilvægt að gæta að áreiðanleika og réttmæti með hliðsjón af hæfniviðmiðum námskeiðsins:

  • Þannig fjallar áreiðanleikinni um það hvort prófið gefi svipaða niðurstöðu ef það væri endurtekið á öðrum tíma og jafnvel af öðrum kennara. Hér hjálpar til að hafa frekar meira en minna af hlutlægum minnisatriðum (stutt minnisatriði) en þannig verður stöðugleikinn meiri. Það sem getur dregið úr áreiðanleika er t.d. illa orðuð fyrirmæli eða prófaspurningar, truflun frá umhverfi þar sem próf er tekið, ástand þess er tekur prófið, ónákvæmni við yfirferð og túlkun úrlausna.
  • Réttmætið gefur til kynna hversu traustar ályktair er hægt að draga af matsniðurstöðum. Þannig getur réttmæti hækkað ef spurningar í prófi eru góð sýnishorn af hæfniviðmiðum og námsefninu. Hátt réttmæti gefur ástæðu til að ahægt getur verið að alhæfa um námsárangur eða námsstöðu út frá niðurstöðum í prófi.

Samhengi prófatriða

Þegar horft er á samhengi og tengsl mögulegra prófatriða sést að þau mynda eins konar „róf skriflegra prófatriða“ (sjá mynd), allt frá hlutlægum prófatriðum eins og krossaspurningum, þar sem mat kemur í raun ekki við sögu heldur aflestur eins og af mælistiku, yfir í huglæg matsatriði eins og opin ritunarverkefni. Túlkunaratriði hafa hér sérstöðu þar sem þau geta verið samsett og falið í sér bæði hlutlægt og huglægt mat.

                                    Hlutlæg prófastriði                                                                                                             Huglæg prófatriði

 

meyvant-mynd1-profatridi