Hugmyndir að námsmati

Heimapróf

Nemendur fá verkefni sem þeir eiga að leysa innan ákveðinna tímamarka, samkvæmt nánari fyrirmælu kennara og skila síðan rafrænt t.d. í gegnum námskeiðsvef í Uglu, Moodle, Canvas eða í gegnum Inspera.

Kennarar geta ákveðið að heimila nemendum nýta sér ýmis gögn við lausn heimaprófa og geta jafnvel heimilað nemendum að vinnasaman að úrlausnum.

Munnleg próf

Munnleg próf má taka í gegnum fjarfundalausnir Háskóla Íslands. Skoða þarf vel útfærslu á slíkum prófum í samráði við kennslusvið og gæta að viðveru prófdómara.

Aðrar leiðir til námsmats í stað lokaprófa

Í stað hefðbundinna lokaprófa er hægt að skipuleggja annars konar námsmat eins og ritgerðir (styttri og lengri), sérverkefni og nemendakynningar. Hér reynir á hugmyndaauðgi og útsjónarsemi kennara.

Skoða nokkur dæmi um námsmat

Nemendakynningar

Auk þess að skila skriflegum verkefnum og prófum rafrænt geta nemendur skilað niðurstöðum sínum á annan hátt t.d. með rafrænum kynningum. Nemendur geta tekið upp kynningar á síma eða með aðstoð upptökuforrita og skilað á námskeiðsvefi eða í tölupósti. Þá er hægt að nota Zoom, Canvas Studio og Teams fyrir kynningar í rauntíma á Netinu svo og munnleg próf.

Leiðbeiningar um upptökukerfi: https://kennslumidstod.hi.is/fraedsluefni/upptokur/

Leiðbeiningar um fjarfundi og netspjall: https://kennslumidstod.hi.is/fraedsluefni/fjarfundir-og-netspjall/