Námsmat

Kennslumiðstöð hefur tekið saman nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar endurskoða þarf námsmat.

Námsmat getur farið fram með rafrænum hætti og er meðal annars er hægt að nýta sér heimapróf og ýmis verkefni. Hér fyrir neðan er fjallað sérstaklega um ýmsar útfærslur á verkefnum og prófum auk þess sem gefnar eru ráðleggingar um rafræn skil.

Heimapróf

Munnleg próf

Nemendakynningar / Rafrænar málstofur

Nemendakynningar / Upptökur

Ritgerðir

Annað sem getur komið í stað prófa

Rafræn verkfæri

Canvas

Námsumsjónakerfið Canvas býður upp á að upp á að nemendur skili skrám inn í verkefnaskilahólf , taki upp vídeó inni í kerfinu og fleira. Kennarar geta tengt Turnitin við verkefnaskilahólfið í Canvas eða sett upp sérstakt Turnitin verkefnaskilahólf.

Við yfirferð verkefna getur kennari skoðað innihald skránna inni í Canvas og hefur aðgang að tólum til að setja endurgjöf inn í skjal nemanda, gefa almenna endurgjöf, taka upp vídeó-endurgjöf, nota matsgrind (e. rubric) eða einfalda einkunnagjöf.


Próf í Canvas býður upp á nokkrar gerðir spurninga t.d. krossaspurningar, ritgerðarspurningar, pörunarspurningar, rétt/rangt spurningar, stutt svar spurningar og fleira


Umræða í Canvas býður meðal annars upp á að láta nemendur ræða öll saman eða skipta umræðu upp í hópa, nemendur geta skilað inn viðhengi í umræðu, skrifað athugasemdir við færslur annarra og/eða líkað við færslur. Umræða býður einnig upp á einkunnagjöf.


Leiðbeiningar um Canvas


Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið veita stuðning vegna Canvas. Hægt er að senda fyrirspurnir og biðja um aðstoð til: Þjónustugáttar Upplýsingatæknisviðs/Kennslusviðs eða senda póst á help@hi.is.

Inspera
Turnitin

Spurt og svarað